Orlofssjóður

Reglugerð fyrir Orlofssjóð Sjómannafélags Eyjafjarðar

1. gr. Sjóðurinn heitir Orlofssjóður Sjómannafélags Eyjafjarðar.

2. gr. Tilgangur sjóðsins er:
Að stuðla að byggingu orlofsheimila og auðvelda fólki að njóta orlofsdvalar.
Tilganginum skal ná með því m.a.:
a) Að kaupa eða byggja orlofshús eða íbúðir fyrir eigin reikning.
b) Að greiða niður leigukostnað vegna orlofsdvalar félagsmanna Sjómannafélags Eyjafjarðar í orlofshúsum eða íbúðum í eigu sjóðsins eða annarra. Vegna niðurgreiðslu leigu- eða ferðakostnaðar skal ávalt fylgja frumrit reiknings.


3. gr. Tekjur sjóðsins eru:
a) Iðgjöld atvinnurekenda samkvæmt kjarasamningum á hverjum tíma.
b) Húsaleigutekjur vegna orlofshúsa og íbúða í eigu sjóðsins.
c) Vaxtatekjur.
d) Aðrar tekjur sem aðalfundur félagsins kann að ákveða hverju sinni.

4. gr.
Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar er jafnframt stjórn Orlofssjóðs og annast fjárreiður hans. Ákvarðanir um sölu á eignum sjóðsins eða meiriháttar nðbyggingar skulu háðar samþykki félagsfundar.

5. gr.
Laust fé Orlofssjóðs skal að jafnaði ávaxtað í starfandi banka eða sparisjóði á félagssvæði Sjómannafélags Eyjafjarðar, en heimilt er að lána það um skemmri tíma til annarra verkefna á vegum félagsins, enda er þá félagssjóður ábyrgur fyrir endurgreiðslu þegar Orlofssjóður þarf á fé sínu að halda.

6. gr.
Þegar svo ber við að fleiri félagsmenn sækja um afnot af orlofshúsum eða íbúðum sjóðsins en hægt er að verða við á hverjum tíma, getur stjórn sjóðsins sett sér starfsreglur sem m.a. fela í sér að ákveðinn tími þurfi að líða milli þess sem sami félagsmaður nýtur hlunninda frá sjóðnum.

7. gr.
Breytingar á reglugerð þessari má aðeins gera á aðalfundi og ná þær því aðeins samþykki að 2/3 hlutar atkvæða séu þeim fylgjandi.
Reglugerðin þannig samykkt á aðalfundi Sjómannafélags Eyjafjarðar 28. desember 1991