Orlofsstyrkur

Orlofsstyrkur.
Gegn framvísun löggilts virðisaukareiknings, 55.000,- kr. eða hærri, um gistingu, ferð, leigu á vagni eða sumarhúsi sem ekki er fengið hjá öðru stéttarfélagi, greiðir félagið kr. 40.000,- að hámarki, það er 75% af reikningi. Ekki er greiddur orlofsstyrkur v/ gistingar á tjaldsvæðum og/eða fastaleigustæði.

Grundvöllur styrkveitinga úr orlofssjóði:
Rétt til styrkveitinga úr sjóðnum eiga þeir sem fullnægja eftirtöldum skilyrðum. Einungis þeir sem sannanlega greiða eða er greitt af til sjóðsins 1% iðgjöld í a.m.k. síðustu 6 mánuði. Hafi iðgjöld til orlofssjóðs ekki verið greidd vegna sjóðfélaga, en hann getur fært sönnur á, að félagsgjöld til viðkomandi aðildarfélags hafi samkvæmt reglulega útgefnum launaseðlum verið dregin af launum hans síðustu 6 mánuði, skal hann njóta réttar eins og iðgjöld til orlofssjóðs hafi verið greidd.