Styrkir til greiðandi félagmanna

Sjúkraþjálfun, sjúkranudd, heilsunudd og meðferð hjá kírópraktorum.
Vegna sjúkraþjálfunar, sjúkranudds, hnykkmeðferðar eða nálastungumeðferðar samkvæmt læknisráði er heimilt að greiða sjóðsfélaga hlutfall af kostnaði þó aldrei hærri upphæð en hann greiðir. Fyrir fyrstu 25 skiptin greiðast að hámarki 80% af kostnaðarverði fyrir hvert skipti á 12 mánaða tímabili. Athugið að fyrir hnykkmeðferð og nálastungumeðferð greiðist sama krónutala og ef um væri að ræða sjúkraþjálfun skv. beiðni frá lækni.  

Hjartaskoðun.
Greiddur er kostnaður félagsmanns vegna hjartaskoðunar, hámark kr. 20.000,- á ári.

Krabbameinsleit.
Greiddur er kostnaður félagsmanns vegna krabbameinsleitar, hámark kr. 20.000,- á ári.

Gleraugnagler og varanlegar linsur.
Þátttaka í kostnaði vegna kaupa á gleraugnaglerjum, augnsteinaaðgerð og varanlegur linsum 50% af kostnaði, hámark kr. 50.000,- á 3ja ára fresti. 

Heyrnartæki.
Þátttaka í kostnaði vegna kaupa á heyrnartækjum, 50.000,- fyrir hvort eyra samtals 100.000,- á 5 ára fresti.

Viðtöl hjá sálfræðingi/geðlækni.
Greiðsla  vegna viðtalsmeðferðar hjá sálfræðingi, geðlækni, félagsráðgjafa, 12.000 ,- pr. tíma, hámark 10 tímar á ári. 

Glasa- og tæknifrjóvgunar / ættleiðingar.
Þátttöku í kostnaði vegna glasa- og tæknifrjóvgunar / ættleiðingar 50% af reikningi, hámark 100.000,- 

Lasik aðgerðir.
Þátttaka í kostnaði vegna lasik aðgerða á augum, 50.000,- á hvort auga samtals 100.000,-, hámark 50% af reikningi. Ef viðkomandi félagsmaður getur ekki lagt fram frumrit reiknings, skal hann leggja fram afrit þar sem fram kemur hversu mikið framlag atvinnurekanda er.

Göngugreining.
Greiddur er kostnaður félagsmanns vegna göngugreiningar.

Heilsueflingastyrkur.Greiddur er heilsueflingarstyrkur. Undir þann lið fellur almenn heilsuefling, heilsuefling fyrir hjartveika, lungnaveika og gigtveika. Styrkur er greiddur ef félagsmaður sýnir löggilta kvittun í frumriti, stílaða á viðkomandi félagsmann ásamt kennitölu, þar sem fram kemur að hann hafi greitt fyrir sig kort í líkamsræktarstöð eða íþróttafélagi, golfklúbbi, sundkort eða skíðakort að því tilskyldu að það sé til 3ja mánaða eða lengra. Ef viðkomandi félagsmaður getur ekki lagt fram frumrit reiknings, skal hann leggja fram afrit þar sem fram kemur hversu mikið framlag atvinnurekanda er. Greiðslan er allt að  kr. 55.000,-  á ári. 

Áfengis- og vímuefnameðferð.
Þátttaka í kostnaði vegna áfengis- og vímuefnameðferðar, dagpeningar í allt að 42 daga. Ekki er greitt oftar til hvers félagsmanns en ein meðferð á þriggja ára fresti. Ekki eru greiddir dagpeningar fyrir 10 daga dvöl á Vogi. Staðfesting um að félagsmaður hafi dvalið á stofnunni, kostnaður og tímalengd dvalarinnar þarf að fylgja með umsókn um dagpeninga.

NLFÍ Hveragerði.
Þátttaka í kostnaði vegna dvalar á heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, dagpeningar í allt að 42 daga, samtals kr. 100.000,-. Leggja þarf fram staðfestingu læknis um að dvölin hafi verið samkvæmt læknisráði ásamt staðfestingu um dvöl félagsmannsins á stofnunni. Greitt er að hámarki til hvers félagsmanns á þriggja ára fresti. 

Hjáveita eða magaermi.                                                                                                              Greiddur er kostnaður vegna hjáveitu eða magaermi að upphæð 200.000 kr-. einu sinni fyrir hvern félagsmanns. 

Eingreiddar dánarbætur.                                                                                                              Eingreiddar dánarbætur vegna starfandi félagsmanna kr. 500.000,-. Rétthafar bóta eru nánustu aðstandendur sjóðfélaga.                                                                                                       

Hámarksupphæð styrkja.
Hámarksupphæð styrkja á hverju almanaksári til hvers félagsmanns úr sjúkra- og orlofssjóði samanlagt er kr. 120.000,-. Kaup á heyrnatækjum, Lasik aðgerðir, glasa/tæknifrjóvgun/ættleiðing og hjáveita og magaermi. Þessir styrkir teljast ekki með í hámarki á styrkjum til hvers félagsmanns á almanaksári.