LEIKHÚSBOÐ
Félagsfólki Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni, Sjómannafélags Eyjafjarðar, Byggiðnar, Félags Málmiðnaðarmanna og Félags vélstjóra og málmtæknimanna sem náð hafa lífeyrisaldri er boðið á leiksýninguna Land míns föður í uppsetningu Freyvangsleikhússins þann 29. mars. Boðið verður upp á kaffi í hléi.
Skráning
Um takmarkað sætaframboð er að ræða. Því þurfa félagsmenn að skrá sig með því að hringja í síma 455-1050 eða senda póst á fvsa@fvsa.is.
Hámark tveir miðar á hvern félagsmann.
Engin rútuferð verður í boði, gestir mæta beint í Freyvangsleikhús kl. 13:45, sýningin hefst kl. 14:00.
UM SÝNINGUNA
Land míns föður er söngleikur um stríðsárin í Reykjavík, hernámið og það sem því fylgdi. Hvaða áhrif hafði hernámið á íslendinga, einstaklinga og þjóðlífið í heild. Athyglin beinist að unga parinu Báru og Sæla og fólkinu í kringum þau. Þau eru að hefja búskap þegar stríðið skellur á. Sæli kýs að fara frekar á sjóinn en í bretavinnuna, en Bára og móðir hennar opna þvottahús sem þjónar hernum. Bára kynnist breskum liðsforingja og í fjarveru Sæla fella þau hugi saman. Ýmislegt gengur á áður en yfir lýkur og hlökkum við til að ferðast með ykkur aftur í tímann.