LEIKHÚSBOÐ
Félagsmönnum Félags málmiðnaðarmanna, Félags verslunar og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni og Sjómannafélags Eyjafjarðar sem náð hafa lífeyrisaldri er boðið á leiksýninguna Í fylgd með fullorðnum í uppsetningu Leikfélags Hörgdæla þann 19. mars.
Verkið er skrifað af Pétri Guðjónssyni, sem jafnframt leikstýrir sýningunni, en leikritið byggir á lögum og textum Bjartmars Guðlaugssonar.
Skráning
Um takmarkað sætaframboð er að ræða. Því þurfa félagsmenn að skrá sig fyrir 16. mars með því að hringja í síma 455-1050 eða senda póst á fvsa@fvsa.is.
Hámark tveir miðar á hvern félagsmann. Farið verður með rútu frá Alþýðuhúsinu kl. 14:30, mæting kl. 14:15